Umferð um gatnamótin Kársnesbraut/Urðarbraut skert dagana 25. og 26. júní

Lokað fyrir umferð um Urðarbraut, hjáleið um Hábraut, Vesturvör og Kársnesbraut
Lokað fyrir umferð um Urðarbraut, hjáleið um Hábraut, Vesturvör og Kársnesbraut

Vegna vinnu Veitna við viðgerðir á rafstrengjum við Kársnesbraut verður umferð um gatnamótin Kársnesbraut/Urðarbraut skert dagana 25. og 26. júní milli kl. 9:00 og 16:00. Þriðjudaginn 25. júní verður lokað fyrir umferð inn á Urðarbraut frá Kársnesbraut. Hjáleiðir verða um Hábraut, Vesturvör eða Kársnesbraut.

Miðvikudaginn 26. júní verður lokað fyrir umferð af Urðarbraut inn á Kársnesbraut. Hjáleið verður um Borgarholtsbraut.

Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokununum kann að hljótast.

Lokað fyrir umferð inn á Urðarbraut frá Kársnesbraut, hjáleið um Borgarhotsbraut