Lokað vegna malbiksframkvæmda

Lokað vegna malbikunarframkvæmda
Lokað vegna malbikunarframkvæmda

Hlíðardalsvegur milli Fífuhvammsvegar og Hvammsvegar verður lokaður miðvikudaginn 19. júní frá kl. 9:00 til 13:00 vegna malbiksfræsinga.

Bent er á hjáleiðir um Hlíðardalsveg eða Hvammsveg á meðan framkvæmdum stendur. Íbúum og öðrum þeim sem erindi eiga til eða frá Galta- og Geislalind er beðið um að leggja bílum sínum annarsstaðar, þar sem umferð í þessar götur verður mjög skert á meðan framkvæmdum og lokun stendur. Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að hljótast.