Lokað vegna malbiksframkvæmda

Kóravegur lokaður
Kóravegur lokaður

Föstudaginn 14. júní milli kl. 9:00 til 13:00 er fyrirhugað malbika Kóraveg á milli Flesjakórs og Desjakórs ef veður leyfir. Aðkoma að húsum við Dofrakór, Drangakór og Drekakór lokast á meðan framkvæmdum stendur og eru íbúar beðnir um leggja bílum sínum utan framkvæmdasvæðis til að tryggja öruggt aðgengi. Hjáleiðir eru um Vatnsendaveg og Rjúpnaveg fyrir aðra. Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að hljótast.