- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fimmtudaginn 13. júní milli kl. 11:30 til 15:00 er fyrirhugað að malbika Álfkonuhvarf við Vatnsendaveg ef veður leyfir. Hjáleið fyrir íbúa í húsum nr. 21 til 47 er um bráðabirgðaleið á milli Akurhvarfs og Álfkonuhvarfs. Íbúar í húsum við Álfkonuhvarf 2 til 6, Álfkonuhvarfi 49 til 67 og Álfahvarfi er bent á að leggja bílum sínum utan framkvæmdasvæðis á meðan framkvæmdum stendur til að tryggja öruggt aðgengi til og frá húsum sínum. Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að hljótast.