- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Frá árinu 2018 hefur Velkomin verkefni grunn- og frístundadeildar á menntasviði Kópavogsbæjar, í samvinnu við Vinnuskóla Kópavogs, boðið börnum og unglingum með annað móðurmál en íslensku velkomin í Kópavog. Velkomin snýst um að kynna fyrir börnunum bæjarfélagið sitt, og hvað það hefur upp á að bjóða. Þátttakendur Velkomin 2023 eru frá öllum níu grunnskólum Kópavogs. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendum líði vel, kynnist fjölbreyttri afþreyingu eftir áhuga hvers og eins, og finni sig örugg í nýju umhverfi.
Í sumar taldi þátttakendafjöldi Velkomin 109 þátttakendur. Þátttakendurnir tala 25 tungumál og telur bakgrunnur þeirra u.þ.b. 20 þjóðerni. Börnin heimsóttu sumarnámskeið í Kópavogi, félagsmiðstöðvarnar, íþróttafélög í bænum, prófuðu allskyns afþreyingu, ferðuðust um og áttu saman góðar stundir.