Vel heppnuð hátíðarhöld 17. júní

Frá hátíðarhöldum 17.júní.
Frá hátíðarhöldum 17.júní.

Hátíðarhöld Kópavogsbæjar á þjóðhátíðardaginn 2024 tókust vel til og mætti fjöldi fólks á öllum aldri.

Hátíðin bar svip af 80 ára afmæli lýðveldisins en boðið var til hátíðlegrar stundar í Salnum þar sem söngsveit Fílharmóníunnar flutti ættjarðarlög og lag Atla Ingólfssonar við ljóð Þórarins Eldjárns Ávarp fjallkonunnar. Þar var einnig boðið upp á fullveldisköku og bókinni Fjallkonan dreift.

Eftir hádegi var skrúðganga frá MK að Rútstúni undir forystu skátanna og við lúðrasveitarleik Skólahljómsveitar Kópavogs. Á Rútstúni ávarpaði fjallkona Kópavogs, Lilja Sigurðardóttir rithöfundur, samkomuna og flutti ljóð.

Þá var boðið upp á glæsileg skemmtiatriði á Rútstúni og við íþróttahúsið Versölum auk þess að leiktæki voru opin á báðum þessum stöðum. Einnig var mikið um að vera á túninu við Menningarhús Kópavogs.

Takk fyrir komuna.