- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ljósin voru kveikt á jólastjörnunni á Hálsatorgi í morgun, miðvikudaginn 20.nóvember, á alþjóðlegum degi barna. Börn úr 4. og 5. bekk Kársnesskóla mættu á torgið og sungu nokkur lög undir styrkri stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur við undirleik Ástvalds Traustasonar harmonikkuleikara.
20.nóvember er tileinkaður málefnum barna og hefur verið það frá árinu 1959 þegar samþykkt var sérstök yfirlýsing um réttindi barnsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Í tilefni dagsins sungu börnin meðal annars lagið Að hugsa sér eftir John Lennon, sem þekkt er sem lagið Imagine en íslenska þýðingin er eftir Þórarinn Eldjárn.
Kópavogsbær hefur haft viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag frá árinu 2021, en barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála og gera þau samofin starfsemi Kópavogsbæjar.