- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Uppfært - Sundlaug Kópavogs opnaði kl. 08.00 21.desember en Salalaug opnar á hádegi
Viðgerð er lokið hjá Veitum og munu sundlaugar í Kópavogi opna 21.desember kl. 12.00.
Viðgerð lauk klukkan 09.00 að morgni þriðjudagsins 20.desember en tíma tekur að ná upp fullum afköstum. Því var takmörkun á heitu vatni til sundlauga á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Sundlaugarnar munu byrja að hita vatnið snemma í fyrramálið og verður hægt að opna kl. 12.00 með fyrirvara um að ekki verði breyting hjá Veitum.
Innilaugar, gufa, sturtur og pottar ættu að vera eins og vanalega um hádegisbil en stóru útilaugarnar gætu verið kaldari en vanalega þegar verður opnað.
Tilkynnt var um bilum í Hellisheiðarvirkjun í gær, mánudaginn 19. desember en vegna hennar þurfti að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og voru þær einnig lokaðar í dag, þriðjudaginn 20. desember.
Fréttin verður uppfærð ef nauðsyn krefur.