Skráning í Virkni og vellíðan opin

Hluti hópsins sem var að æfa með Virkni og vellíðan í vetur.
Hluti hópsins sem var að æfa með Virkni og vellíðan í vetur.

Skráning í Virkni og vellíðan fyrir haustið 2024 hefur verið opnuð.

Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú Breiðablik, Gerplu og HK. Starfsemi Virkni og Vellíðan byggir á hópþjálfun undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara og fá allir þátttakendur tækifæri á því að stunda æfingar 2-3x í viku.

Mánaðargjaldið í Virkni og Vellíðan í íþróttafélögunum er 4.500 krónur á mánuði en greitt er fyrir heila önn í einu svo æfingagjöld miðast við 18.000 krónur á haustönn og 22.500 krónur á vorönn.

Enginn æfingagjöld eru í rukkuð í dag fyrir þátttöku í Virkni og Vellíðan í félagsmiðstöðvunum.

Hægt er að hafa samband á netfangið virkniogvellidan@gmail.com eða í gegnum facebook síðu verkefnisins , Virkni og Vellíðan í Kópavogi, ef frekari upplýsingar vantar.

Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk, ef fullt er í hópinn skráist einstaklingur sjálfkrafa á biðlista. 

Skráning í Virkni og vellíðan