- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Börn í 1.bekk í Kópavogi taka um þessar mundir þátt í prófun á íslenskri staðfærslu Graphogame sem er finnskur lestrarleikur. Fyrsta skrefið í prófuninni var lestrarpróf sem öll börn í 1.bekk tóku en í framhaldinu mun börn í fimm skólum nota lestrarleikinn í sínu námi en í öðrum fjórum skólum verður lestrarkennsla í 1.bekk með hefðbundnum hætti. Að loknu prófunartímabili verður önnur mæling og þá í framhaldi hægt að meta árangur af notkun leiksins.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, Orri Hauksson, forstjóri Símans og Vésteinn Gauti Hauksson hjá Billboard ehf. litu á dögunum við í heimsókn í Kópavogsskóla og hittu hressa krakka í fyrsta bekk. Börnin voru með heyrnartól sem þau nýta í leiknum en þau voru gjöf frá Símanum sem er einn af bakhjörlum verkefnisins.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs: Það er spennandi fyrir okkur í Kópavogi að fá að taka þátt í þessari prófun á staðfærslu leiksins sem hefur unnið til verðlauna og skilað árangri í Finnlandi. Lestrarfærni er grunnundirstaða í öllu námi þannig að til mikils er að vinna,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.
Orri Hauksson forstjóri Símans: Síminn hefur um nokkurra ára skeið forgangsraðað máltækni og íslensku sjónvarpi fyrir börn og fullorðna sem áherslum fyrirtækisins í sjálfbærni. Við erum því himinlifandi að okkar nýja góða dótturfélag Billboard hafi átt frumkvæði að þessu góða lestrarverkefni með Kópavogsbæ. Það að geta lesið íslenskt mál er lykill að samfélagslegri virkni á Íslandi.”
Í leiknum er áhersla lögð á tengsl bókstafs og hljóðs en hann var upphaflega hannaður með þarfir lesblindra í huga. Áhersla er á endurtekningu og þurfa börn að svara verkefnum og ná lágmarksárangri til þess að komast í næsta borð. Íslenska útgáfan inniheldur 30 streymi sem hvert inniheldur á bilinu 8-27 borð og eru verkefnin samanlagt um 530 talsins.
Tryggvi Hjaltason og Billboard ehf., dótturfyrirtæki Símans, standa saman að útgáfu tölvuleiksins Graphogame í íslenskri útgáfu sem verður gjaldfrjáls í fimm ár. Aðrir bakhjarlar verkefnisins eru auk Kópavogsbæjar eru Samstök atvinnulífsins.