- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Miðvikudaginn 14. desember 2022 voru stór tímamót í sögu barnaverndarstarfs hjá Kópavogsbæ en þá hélt barnaverndarnefnd Kópavogsbæjar sinn síðasta fund.
Um var að ræða 140. fund barnaverndarnefndar sem tók formlega til starfa þann 21.mars 2011 en fyrir þann tíma hafði félagsmálaráð Kópavogsbæjar úrskurðað í barnaverndarmálum. Núverandi aðalmenn í barnaverndarnefnd eru þau Sigurbjörg Vilmundardóttir formaður, Unnur Friðriksdóttir varaformaður, Ragnar Guðmundsson, Steini Þorvaldsson og Andrés Pétursson.
Um áramótin verða barnaverndarnefndir sveitarfélaganna lagðar niður í núverandi mynd og í þeirra stað taka til starfa þriggja manna umdæmisráð. Ráðin verða faglega skipuð lögfræðingi sem jafnframt verður formaður umdæmisráðsins, félagsráðgjafa og sálfræðingi. Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Kjósahreppur, Garðabær og Seltjarnarnes undirrituðu fyrr í vikunni samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndarþjónustu í Kraganum. Öll vinnsla barnaverndarmála verður áfram hjá sveitarfélögunum líkt og komið hefur fram og eru miklar vonir bundnar við þetta nýja fyrirkomulag sem er ætlað að aðskilja ákvörðunartöku í þyngsta enda barnaverndarmálanna frá barnaverndarþjónustu sveitarfélaganna og styrkja faglegt starf.
Fráfarandi barnaverndarnefnd Kópavogsbæjar eru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og gott samstarf í gegnum árin.