- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Öll snjómoksturstæki eru úti núna og er bæði verið að moka götur og stíga og hófst mokstur kl 04.00 í morgun. Vel gekk eftir aðstæðum um helgina. Öll tæki, 20 talsins, voru úti bæði laugardag og sunnudag, á laugardag frá kl. 04.00 og á sunnudegi frá 05.00.
Fjölmargar ábendingar hafa borist frá íbúum, unnið er eftir ákveðinni áætlun sem hægt er að nálgast á vef bæjarins. Í forgangi eru stofn- og tengibrautir og hjólastígar. Hreinsun íbúagatna er hafin en það mun taka nokkra daga að fara inn í allar götur bæjarins.
Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um vetrarþjónustu í Kópavogi, sjá snjómokstu og hálkuvarnir
Á kortavef Kópavogs, er hægt að nálgast kort af vetrarþjónustuleiðum með að velja í valglugga -þjónusta->vetrarþjónusta og svo haka í viðeigandi reiti yfir hvaða leiðir óskað er eftir að sjá.
Vakin er athygli á reitnum -framvinda vetrarþjónustu þar sem hægt er að sjá hvaða leiðir hafa verið ruddar síðustu 6 klukkustundirnar.
Ekki eru allir stígar ruddir eða hálkuvarðir heldur einungis þeir sem metnir eru fjölfarnir eru mikilvægir.