- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær hlaut nýverið tilnefningu frá VIRK fyrir framlag sitt í því að bjóða einstaklingum atvinnutengingu í gegnum VIRK. Kópavogsbær er eina sveitarfélagið sem hlaut tilnefningu að þessu sinni og er bærinn stoltur af framlagi sínu og góðu samstarfi við VIRK.
"Við lítum á það sem hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar að bjóða einstaklingum að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði í gegnum atvinnutengingu VIRK og erum þakklát fyrir farsælt og gott samstarf, sem við vonum að haldi áfram að vaxa og dafna í framtíðinni," segir Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri.
Mannauðsteymið fékk heiðurinn af því að taka við fallegum blómvendi fyrir hönd starfsstöðvanna sem hafa boðið einstaklingum störf í gegnum atvinnutengingu VIRK. Á ársfundi VIRK, þann 29. apríl næstkomandi, verður upplýst um hvaða fyrirtæki hljóta síðan verðlaunin.
VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sem eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.