Kópavogsbær á Framadögum

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson leit við hjá Kópavogsbæ á Framadögum.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson leit við hjá Kópavogsbæ á Framadögum.

Kópavogsbær tók í fyrsta sinn þátt í Framadögum í ár. Vel tókst til og fjölmargir heimsóttu bás Kópavogsbæjar þar sem meðal annars var hægt að prófa að fara í atvinnuviðtal sem vakti mikla lukku.

Starfsfólk mannauðsdeildar sá um að skipuleggja þátttökuna í Framadögum með það að leiðarjósi að vekja athygli á Kópavogsbæ sem vinnustað en hjá Kópavogsbæ vinna alls um 2.700 manns í mjög fjölbreyttum störfum.  Þess má geta að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir til sumarstarfa hjá bænum en í febrúar og mars tínast inn auglýsingar fyrir sumarstörf í febrúar og mars.

Framadagar AIESEC eru haldnir árlega í HR með það að markmiði að gefa háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstöfum eða verkefnavinnu.

Yfirlit yfir laus störf

Sumarstörf