- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
89% íbúa eru ánægð með Kópavogsbæ sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum.
Í einstaka málaflokkum er mest ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar eða 91%, í þeim málaflokki eru 7% hlutlausir og 2% óánægðir. 83% aðspurðra eru ánægð með gæði umhverfis í nágrenni við heimilið, 8% hlutlaus og 10% óánægð. 80% eru ánægð með þjónustu Kópavogsbæjar, bæði út frá reynslu og áliti, 14% hlutlaus og 6% óánægð.
Í langflestum málaflokkum eru niðurstöður í Kópavogi betri en meðaltal á landsvísu eða jafnhátt. Í langflestum málaflokkum er meirihluti ánægður með þjónustu sveitarfélagsins og í öllum er ánægja mun meiri en óánægja.
Í samantekt er niðurstöðum við spurningar skipt í þrjá flokka, ánægð/ur með þjónustu sveitarfélagsins, hlutlaus eða óánægð/ur.
Ánægja með sorphirðu, þjónustu grunnskóla, menningarmála, þjónustu leikskóla og þjónustu við barnafólk er á bilinu 62-74%.
Minnst er ánægjan með þjónustu við eldri borgara eða 51%, skipulagsmál eða 52% og þjónustu við fatlað fólk eða 36%. Í þessum málaflokkum er hátt hlutfall svarenda sem svara spurningu með hvorki né. Það eru 37% í þjónustu við eldri borgara, 25% í skipulagsmálum og 42% í þjónustu við fatlað fólk. Hlutfall óánægðra er 12% í þjónustu við eldri borgara, 23% eru óánægð með skipulagsmál almennt og 23% eru óánægð með þjónustu við fatlað fólk. Þess má geta að ánægja er yfir meðaltali á landsvísu í skipulagsmálum og málefnum eldri borgara.
Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 12. desember 2022 til 23. janúar 2023 og svöruðu 425 spurningum um Kópavog. 12.287 tóku þátt í könnuninni í heild sinni. Þátttakendur voru eldri en 18 ára, og var spurt úr lagskiptu tilviljunarúrtaki úr viðhorfahópi Gallup. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda var náð í sveitarfélagi fyrir sig.