Gjaldskrárhækkanir í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur.

Almennar gjaldskrárhækkanir í Kópavogi sem taka gildi um áramót eru 7,7%. Hækkunin var samþykkt við seinni umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Þess má geta sérstaklega að á umhverfissviði eru gerðar breytingar á gjaldskrám með það að markmiði að gjaldskráin endurspegli betur hvernig kostnaðurinn fellur til.

Gjaldskrár Kópavogsbæjar eru aðgengilegar á vef bæjarins.