- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fimm leikskólar í Kópavogi, Arnarsmári, Álfaheiði, Furugrund, Kópahvoll og Sólhvörf fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera réttindaskólar UNICEF. Leikskólarnir eru þeir fyrstu í heiminum og til þess að hljóta þessa viðurkenningu.
Líf og fjör var við athöfnina, börn úr leikskólunum sungu tvö lög, réttindaleikskólaverkefnið var kynnt og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði gesti. Þá afhentu Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF og Sigyn Blöndal skólastjóri Réttindaskólans viðurkenninguna og tóku börn úr efstu deildum leikskólanna við henni.
Réttindaskólar UNICEF leggja áherslu á að byggja upp upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Verkefnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda.
„Við í Kópavogi erum ótrúlega stolt af því fyrstu leikskólar sem verða réttindaskólar UNICEF eru í bænum okkar. Það er mikilvægt að hlusta á raddir barna og virkja þau til þátttöku eins og við erum að gera hér í Kópavogi. Þannig búum við til enn betra samfélag,“ sagði Ásdís við tækifærið.
Samstarf leikskólanna sem fengu viðurkenninguna og UNICEF hófst í ársbyrjun 2020 og hófst þá þróunarvinna til að aðlaga verkefni réttindaskóla að starfi leikskóla.
Í tengslum við verkefnið hafa verið stofnuð réttindaráð í leikskólunum en í þeim fá börnin tækifæri til að hafa áhrif. Umræður og verkefni sem tengjast aðgengi og þátttöku, jafnrétt og framkomu við skólafélaga hafa líka verið sett á dagskrá.