Borgarlína, skipulag og umhverfismat fyrstu lotu til kynningar

Mynd af hugmyndum Borgarlínu
Mynd af hugmyndum Borgarlínu

Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að kynna tillögur að rammahluta aðalskipulags fyrir fyrstu lotu Borgarlínunnar. Fyrsta lotan er á milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík.

Skipulagsgögnin fjalla meðal annars um legu Borgarlínunnar, staðsetningu stöðva og umhverfisáhrif Borgarlínunnar. Jafnframt eru sett fram almenn viðmið um hönnun göturýma og forgang virkra ferðamáta og almenningssamgangna.

Vegagerðin hefur jafnframt lagt fram til kynningar umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu.

Með Borgarlínunni verður til nýtt almenningssamgöngukerfi sem bindur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu betur saman, með betri lífsgæðum og einfaldara lífi fyrir íbúa. Með henni er verið að styrkja innviði og taka nauðsynleg skref í loftslagsmálum og í átt að betri lýðheilsu.

Kynningarfundir á nýju ári

Skipulagsgögnin og umhverfismatsskýrsla eru aðgengileg í Skipulagsgáttinni. Frestur til athugasemda er til 25. janúar 2025.

Kynningarfundir verða haldnir á nýju ári; í Kópavogi miðvikudaginn 15. janúar 2025 og í Reykjavík fimmtudaginn 9. janúar. Fundirnir verða nánar auglýstir síðar.