- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 15. maí. Alls bárust 30 tilnefningar um 29 verkefni til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.
Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, Ingibjörg Ásta Tómasdóttir, Margrét Ásdís Björnsdóttir og
Monika Suchecka sem eru kennarar í 6. bekk í Álfhólsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefnið Við erum glöð í geði þegar við erum með. Verkefnið hefur það markmið að breyta kennsluháttum svo að allir nemendur fái notið sín og séu fullgildir þátttakendur þ.e. að skipulag kennslu henti fjölbreyttum hópi nemenda með mismunandi þarfir og þannig er dregið úr áhrifum jaðarsetningar nemenda.
Forstöðumenn félagsmiðstöðva í Kópavogi hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Félkó – flakkandi félagsmiðstöð – Vettvangsstarf. Starfsfólk Félkó flakkandi sinnir mikilvægu vettvangsstarfi í Kópavogi og á höfuðborgarasvæðinu bæði á opnunartíma félagsmiðstöðva og utan opnunartíma, í þeim tilgangi að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga
Kennarateymi í 9. bekk í Kóraskóla, þær Birta Rún Jóhannsdóttir, Tanja Rut Hermansen, Elsa Sigrún Elísdóttir, Elín Hulda Harðardóttir, Inga Vigdís Baldursdóttir og Hrafnhildur Pálsdóttir, hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Kóró Detectives. Viðfangsefnið var ráðgátur frá ýmsum sjónarhornum. Um var að ræða fjölþætt verkefni þar sem áherslan var á samþættingu námsgreina, leiðsagnarnám og verkefnamiðað nám. Þemað byggir á skylduverkefnum og valverkefnum, stundum sem einstaklingsverkefni eða sem hópverkefni þar sem nemendur höfðu ákveðinn tímaramma.
Verkefnið Drekaleikur í Waldorfskólanum hlaut viðurkenningu. Á hverju hausti er Drekaleikur í Lækjarbotnum sem stendur í heila viku. Drekaleikurinn er lífsleiknileikur þar sem allir nemendur, kennarar og starfsfólk skólans taka þátt. Leikurinn æfir félagsfæri, samskipti, þrautseigju, sjálfstraust og hreyfingu. Mikil tilhlökkun er hjá nemendum fyrir drekaleiknum og sú tilhlökkun eykst með hverju ári nemandans.
Ásthildur Guðmundsdóttir, Alexandra Gunnarsdóttir frá frístundaheimilinu Stjörnunni og Viktor Abdullah Fikrason frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla hlutu viðurkenningu fyrir samstarfsverkefnið Miðstöðin – félagsmiðstöð 4. og 5. Bekkja. Um er að ræða vikulegar opnanir fyrir 4. og 5. bekk á skólatíma í aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá uppbyggilegrar afþreyingar, sem er um margt ný upplifun fyrir þátttakendur, og taka þeir þar með sín fyrstu skref inn í félagsmiðstöðvarstarfið.
Klara Sigurmundadóttir og María Ásmundsdóttir í Vatnsendaskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Útiskóli í Guðmundarlundi. Markmiðið með Útiskólanum í Guðmundarlundi er að efla útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti, styrkja kennara í vinnubrögðum sem tengjast útikennslu og gera nemendur virkari í náminu. Skipulagið er þannig að nemendur mæta í Guðmundarlund eins og á venjulegum skóladegi en ganga tilbaka í skólann með kennurum eftir hádegismat sem þau hafa eldað sjálf. Útiskólinn er skipulagður fyrir fjögurra vikna kennslulotu, einn árgangur fær einn dag í viku.
Önnur verkefni sem tilnefnd voru til Kópsins í ár voru eftirfarandi:
Upplifunar- og þemanám í Álfhólsskóla
Samþætting námsgreina, Snillismiðja, Danspartý og Klúbbastarf á bókasafni í Hörðuvallaskóla.
Góðgerðardagur í Kársnesskóla
Valfagið Velkomin, Lifandi ljóðatímar og Komdu með okkur í ferðalag í Kópavogsskóla
„Laxmotion“ í Kóraskóla
Kurlið og DnD valgrein í Lindaskóla
ÍSAT-teymi, Gróðurhús og heimilisfræði, Hugmyndavinna og hönnunarferli í verklegum og skapandi tæknitímum, Öskudagskarnival og Piparkökuhús – jólatengt þemaverkefni og foreldrasýning í Salaskóla
Tónlistaruppeldi og kór, Laugavegsganga, Snillismiðja og Þín eigin saga: Innbrot í Þjóðminjasafnið í Smáraskóla
„Dungeons and Dragons klúbbur“ hjá Félkó – miðlæg félagsmiðstöð