Fjallað um samfélagsmiðla í forvarnarviku

Forvarnarvika í Kópavogi.
Forvarnarvika í Kópavogi.
Forvarnarvika Kópavogs - Samfélagsmiðlanotkun barna og unglinga!
 
Í hinni árlegu Forvarnarviku Kópavogs sem haldin verður vikuna 3.-7.október nk. verður meðal annars boðið upp á fræðslufyrirlestur fyrir foreldra mánudagskvöldið 3.október kl. 20:00 í Álfhólsskóla (Digranes).
 
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur frá Rannsókn og greiningu ræðir við foreldra um mikilvægi þess að vera góðar fyrirmyndir og setja börnum sínum ramma og reglur þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun.