- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fimm leikskólar í Kópavogi, Álfatún, Baugur, Efstihjalli, Grænatún og Lækur munu í janúar hefja innleiðingarferli Unicef í að verða réttindaskólar. Leikskólastjórarnir hittust í vikunni ásamt Sigyn Blöndal, skólastjóra Réttindaskólans hjá Unicef, og leikskóladeild Kópavogsbæjar til að ræða það sem er fram undan. Við sama tækifæri skrifuðu leikskólastjórarnir undir yfirlýsingu um að verða réttindaleikskólar.
Leikskólar í Kópavogi eru frumkvöðlar í því að verða réttindaskólar á leikskólastigi og hafa í samvinnu við Unicef unnið og þróað réttindaskólaverkefnið að starfi leikskólanna.
Fimm leikskólar í Kópavogi urðu réttindaskólar í nóvember síðastliðnum og voru þeir fyrstu á heimsvísu sem eru réttindaskólar Unicef.
Réttindaskólar Uncief leggja áherslu á að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagið. Verkefnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda.
Þess má geta að lokum að Kópavogsbær hefur fengið viðurkenningu Unicef fyrir að vera barnvænt sveitarfélag.