- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skipulagsbreytingar á velferðarsviði Kópavogsbæjar hafa verið samþykktar í bæjarstjórn Kópavogs og er gert ráð fyrir að farið verði að vinna eftir þeim í maí.
Í tengslum við breytingarnar hefur verið auglýst eftir fjórum skrifstofustjórum til að starfa á sviðinu.
Breytingarnar eru gerðar til að mæta nýjum áherslum í samþættri þjónustu við íbúa en málaflokkar velferðarþjónustunnar og umgjörð hefur breyst og vaxið undanfarin ár.
„Þetta voru tímabærar breytingar sem við erum að fara að innleiða á sviðinu, þær tengjast bæði breyttum kröfum sem eiga rætur sínar að rekja meðal annars til flutnings á málefnum fatlaðs fólks til sveitarfélaga og breyttri lagaumgjörð. En við erum líka að huga að því að bæta þjónustuna enn frekar íbúum til hagsbóta,“ segir Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri.
Tillögur að skipulagsbreytingum voru unnar í samvinnu við utanaðkomandi ráðgjafa og tók starfsfólk þátt í vinnunni sem á rætur sínar að rekja til ársins 2016.
Eftir breytingarnar skiptist starfsemi velferðarsviðs í sjö skrifstofur, tvær sem sinna þjónustu þvert á sviðið og fimm fagskrifstofur.
Þverlægu skrifstofurnar eru skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar og er starfsemi þeirra að mestu óbreytt. Fagskrifstofurnar eru fimm og eru verkefni þeirra eftirfaranda:
Skrifstofa ráðgjafar heldur utan um veitingu samþættrar þjónustu til barna og fjölskyldna, uppeldisráðgjöf Áttunnar, almenna félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð auk ráðgjafar vegna endurhæfingar, atvinnuþátttöku og vinnumiðlunar. Þá veitir skrifstofan einnig sérhæfðari ráðgjöf til fjölskyldna fatlaðra barna, flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda.
Skrifstofa félagslegs húsnæðis heldur utan um félagslegt leiguhúsnæði bæjarins. Þar er móttaka, umsýsla og afgreiðsla umsókna um félagslegar leiguíbúðir og dvöl á áfangaheimili fyrir fólk með fíknivanda, umsjón með biðlistum og úthlutun íbúða í samráði við fagteymi húsnæðismála, gerð leigusamninga, umsýsla um hússjóði og samskipti við leigjendur
Skrifstofa þjónustu og sértækrar ráðgjafar heldur utan um sértæka félagslega ráðgjöf og þjónustu til fullorðins fatlaðs fólks, eldra fólks og aðstandenda auk reksturs miðlægrar starfseiningar (Kjarninn) sem hefur yfirumsjón með framkvæmd allrar stuðnings- og stoðþjónustu velferðarsviðs.
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar stýrir og ber ábyrgð á rekstri starfsstöðva sem þjónusta fatlað fólk og eldra fólk og er tengiliður velferðarsviðs við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga í málaflokki fatlaðs fólks, Sjúkratryggingar Íslands vegna samninga um hjúkrunarrými og dagdvalir og þau ráðuneyti sem málaflokkar fatlaðs fólks og eldra fólks falla undir.
Skrifstofa barnaverndarþjónustu ber ábyrgð á vinnslu barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum og eftirfylgd ákvarðana umdæmisráðs barnaverndar. Skrifstofan sinnir könnun tilkynninga sem berast á grundvelli barnaverndarlaga og meðferð mála þar sem talin er þörf á stuðningi eða öðrum afskiptum barnaverndarþjónustunnar.
Auglýst er eftir fjórum skrifstofustjórum:
skrifstofustjóri starfstöðva og þróunar,
skrifstofustjóri barnaverndarþjónustu
skrfistofustjóri þjónustu og sértækrar ráðgjafar