- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman á árlegu Barnaþingi í dag. Hver skóli sendi tvo fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þannig að um 30 börn voru saman komin til að ræða tillögur barna í Kópavogi.
Í aðdraganda Barnaþings voru haldin Skólaþing í skólum bæjarins. Þau völdu hvert um sig tillögur til að ræða á Barnaþinginu, margar voru samhljóða og því voru það sjö tillögur sem voru teknar til umfjöllunar.
Strákarnir í VÆB mættu og tróðu upp í hádeginu við mikinn fögnuð áður en barnaþingmenn fengu sér hádegishressingu. Þá ávarpaði Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs þingið og þakkaði þátttakendum fyrir sitt framlag.
Tillögur skóla á Barnaþing Kópavogs 2024 sem ræddar voru á þinginu: