- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogs fundar í dag, þriðjudaginn 12.desember, og er það síðasti reglulegi fundur ársins. Alls hefur bæjarstjórn fundað nítján sinnum á árinu og er fundurinn í dag því sá tuttugasti. Að jafnaði fundar bæjarstjórn annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar en tekur sér sumarleyfi og fer þá bæjarráð með umboð bæjarstjórnar. Fjórði þriðjudagur desember ber upp á annan í jólum og því ekki fundað þann dag.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi, 27.júní síðastliðinn, baðst Hannes Steindórsson Sjálfstæðisflokki lausnar og tók Elísabet Berglind Sveinsdóttir sæti hans en hún var fyrsti varamaður.
Fyrir seinni fundi bæjarstjórnar í nóvember var tekin mynd af bæjarstjórn eins og hún hefur verið skipuð seinni hluta árs 2023.
Fundir bæjarstjórnar eru ætíð í beinni útsendingu sem nálgast má á vef Kópavogsbæjar. Upptökur og fundargerðir eru settar inn á vef Kópavogsbæjar.