Breytt fyrirkomulag þjónustu Bæjarskrifstofu Kópavogs

Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.
Bæjarskrifstofur Kópavogs, Digranesvegi 1.

Vegna COVID-19 verður fyrirkomulagi þjónustu Bæjarskrifstofu Kópavogs breytt frá og með 5.október. English below.

Húsnæði Bæjarskrifstofu Kópavogs að Digranesvegi 1 og Hamraborg 8 verður lokað fyrir utanaðkomandi nema brýna nauðsyn beri til. Þá er aðgengi að Fannborg 6, þar sem velferðarsvið er til húsa, einungis opnað beri brýna nauðsyn til. 

Samgangur innan bygginganna verður takmarkaður og starfsfólk hvatt til fjarfunda. Hluti starfsfólks vinnur heima og á það við um öll svið stjórnsýslunnar: Mennta-, stjórnsýslu-,velferðar-, og umhverfissviðs.

Lögð er áhersla á að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum viðbragðsáætlunar Kópavogsbæjar.

Þjónustuver Kópavogs sinnir símsvörun á sama tíma og áður, mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8.00-16.00, föstudaga 08.00-13.00.

Símanúmer Kópavogs er: 4410000, netfang þjónustuvers thjonustuver(hjá)kopavogur.is

Í þjónustugátt er að finna eyðublöð og umsóknir.

Hér má finna lista yfir netföng starfsmanna.

Kópavogur City Hall and Citizen Service Centre

The houses of  Kópavogur City Hall and Citizen Service Centre are closed due to the disease Covid-19 and the current response phase in Iceland, Emergency phase. 

Citizen Service Centre is open for telephone calls at office hours, monday-thursday 8am-4pm, friday 8-3pm.

The telephone number is: 441-0000, email: thjonustuver@kopavogur.is

In the Service portal there are applications and forms.

Email of employees