- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Mánudaginn 22.febrúar verður fundur um Borgarlínuna í Kópavogi. Fundinum er streymt um vefsíðu Kópavogsbæjar og hefst hann kl 16.30 og stendur til 18.00.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs setur fundinn en til máls taka Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínu, Stefán Gunnar Thors, umhverfishagfræðingur og Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur.
Hægt verður að senda inn spurningar á meðan á fundi stendur.
Frumdrög fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínu hafa verið lögð fram til kynningar. Fyrsti áfangi Borgarlínu er 14 km leið frá Ártúnshöfða að Hamraborg, um brú yfir Fossvog og Borgarholtsbraut.
Frumdrög eru vinnslutillaga sem getur tekið breytingum og er hægt að senda inn athugasemdir á netfangið skipulag@kopavogur.is og/eða borgarlinan@borgarlinan.is meðan á kynningartímabilinu stendur.
Nálgast má frumdragaskýrslu og önnur gögn um Borgarlínuna á vef verkefnisins, www.borgarlinan.is.