- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær og Bergið headspace hafa undirritað samstarf um ráðgjafaþjónustu í Molanum, miðstöð unga fólksins.
Ráðgjafi á vegum Bergsins headspace mun hafa viðveru alla miðvikudaga frá kl. 9.00-12.00 í húsnæði Molans við Hábraut 2, 2.hæð. Þjónustan er þannig uppbyggð að ungmenni á aldrinum 16-25 ára, geta óskað eftir þjónustu og fengið viðtal við ráðgjafa með skömmum fyrirvara. Ráðgjöf getur einnig verið fjarráðgjöf í gegnum Köru Connect.
Lögð er áhersla á auðvelt aðgengi að ráðgjöf, fullan trúnað, auk þess sem ráðgjöfin er ungmennunum að kostnaðarlausu.
„Með undirritun samstarfssamnings við Bergið headspace mun aðgengi að ráðgjöf og stuðning við ungt fólk í Kópavogi aukast, sem er mjög ánægjulegt. Samningurinn er liður í breytingum Kópavogsbæjar á þjónustu Molans, miðstöðvar unga fólksins, en markmið þeirra breytinga er að mæta þörfum ólíkra hópa ungmenna, auka fjölbreytileika þjónustunnar og styrkja starfsemina,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.
Gert er ráð fyrir að þjónustan hefjist 29. nóvember næstkomandi.
Molinn er miðstöð ungs fólks sem býður upp á fjölbreytta þjónustu, ætluð ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára.