Auglýst eftir tilnefningum

Hópurinn sem hlaut verðlaun árið 2012 ásamt bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og fulltrúum umhverfis-…
Hópurinn sem hlaut verðlaun árið 2012 ásamt bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og fulltrúum umhverfis- og samgöngunefndar.
Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga í umhverfismálum í Kópavogi. Slíkar viðurkenningar eru veittar ár hvert af umhverfis- og samgöngunefnd og bæjarstjórn. Veittar eru viðurkenningar vegna umhirðu húsa og lóða, endurgerð húsnæðis, framlag til ræktunarmála og framlag til umhverfis og samfélags.
Veittar hafa verið viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:
 

- Umhirða húss og lóðar

- Endurgerð húsnæðis

- Framlag til ræktunarmála

- Framlag til umhverfis og samfélags

Að auki er hægt að tilnefna götu ársins sem bæjarstjórn Kópavogs veitir viðurkenningu.

Umhverfisviðurkenningar verða veittar í ágúst 2013.

Hægt er að skila inn tilnefningum til Sólveigar H. Jóhannsdóttur, umhverfisfulltrúa Kópavogs, í gegnum netfangið:

 

Frestur til að skila inn tilnefningum er til kl. 12:00 föstudaginn 29. júní 2013.

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi. Fram til 1994 einskorðaðist viðurkenningin við  fegurstu garða bæjarins en árið 1995 var núverandi fyrirkomulag tekið upp.

Áhersla síðustu ára hefur verið að veita viðurkenningar til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem leggja áherslu á að bæta umhverfi sitt og annarra á hverjum degi.