- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ásthildur Helgadóttir hefur verið ráðin sviðstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Ásthildur var valin úr hópi 87 umsækjenda.
Ásthildur hefur undanfarin ár starfað sem verkfræðingur á Íslandi fyrir byggingarverktakana GG Verk og Munck Íslandi, og í Svíþjóð fyrir byggingarverktakana Peab AB í Malmö og NIMAB AB í Sjöbo og NCC Construction AB í Malmö. Einnig starfaði hún á sínum tíma hjá verkfræðistofunni Línuhönnun og vann sem sérfræðingur í eignastýringu hjá Landsbanka Íslands.
Ásthildur var bæjarfulltrúi í Kópavogi árin 2006-2009 og gegndi þá stöðu formanns íþrótta- og tómstundanefndar Kópavogs.
Ásthildur starfaði áður um fjögurra ára skeið sem atvinnumaður í knattspyrnu í Malmö í Svíþjóð og var fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu árin 2001-2007. Þá starfaði hún sem formaður Íþróttanefndar ríkisins um skeið.
Ásthildur er með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og með B.E. gráðu í verkfræði frá Vanderbilt háskólanum í Bandaríkjunum.
Kópavogsbær býður Ásthildi velkomna til starfa.