Arnarnesvegi miðar vel

Haldið verður áfram framkvæmdum við göngurbrú yfir Diommu í október þegar laxveiðitímabili lýkur. M…
Haldið verður áfram framkvæmdum við göngurbrú yfir Diommu í október þegar laxveiðitímabili lýkur. Mynd/Vegagerðin.

Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.

Um 10 mánuðir eru síðan framkvæmdir við Arnarnesveg hófust, eða í byrjun september 2023.

Á næstu vikum verður unnið áfram við framkvæmdir á Breiðholtsbraut og Arnarnesvegi. Gera má ráð fyrir einhverjum truflunum vegna þessarar vinnu á næstunni og meðal annars eru bergskeringar með sprengingum að hefjast að nýju á Arnarnesvegi sunnan Útvarpsstöðvarvegar en hlé hefur verið á á þeirri vinnu síðustu mánuði.

Áætluð verklok eru haustið 2026.

Frekar upplýsingar um framkvæmdir er að finna á vef Vegagerðarinnar.