- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ármann Kr. Ólafsson var á fundi bæjarstjórnar í kvöld kjörinn bæjarstjóri Kópavogs. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Y-Lista Kópavogsbúa tók á þeim sama fundi við stjórnartaumunum í bænum.
Guðrún Pálsdóttir sem verið hefur bæjarstjóri frá júní 2010 lætur þar með af störfum en samkomulag hefur verið gert við hana um að hún verði aftur sviðsstjóri hjá bænum.
Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, var kjörin forseti bæjarstjórnar.
Ármann er fæddur 17. júlí 1966. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi síðan 1998. Hann var forseti bæjarstjórnar á árunum 2000 til 2001 og 2005 til 2007.
Hann hefur átt sæti í bæjarráði en auk þess verið formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar, skólanefndar, atvinnumálanefndar og félagsmálaráðs. Þá var hann formaður stjórnar Strætó á árunum 2006 til 2008.
Ármann var þingmaður á árunum 2007 til 2009 og starfaði eftir það við nýsköpun við útflutning sjávarafurða. Hann var áður aðstoðarmaður þriggja ráðherra á ellefu ára tímabili og er stofnandi auglýsingastofunnar ENNEMM þar sem hann var framkvæmdastjóri á árunum 1991 til 1995.