Aðal- og varamenn í velferðarráði Kópavogsbæjar heimsóttu í vikunni nokkrar starfsstöðvar velferðarsviðs og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem þar fer fram í dag.
Frétt verður uppfærð: Kaldavatnslaust er víða á Kársnesi og truflana á vatnsflæði gætir víðar í Kópavogi eftir að kaldavatnslögn við Kársnesbraut rofnaði.
Það er kaldavatnslaust víða í bænum vegna alvarlegar bilunar í dag 14.12.2022. Kaldavatnslaust er víða á Kársnesi og truflana á vatnsflæði gætir víðar í Kópavogi eftir að kaldavatnslögn við Kársnesbraut rofnaði.
Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar úthlutaði alls fimmtán milljónum til 26 umsækjenda vegna lista- og menningarverkefna sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Ráðinu bárust 56 umsóknir en úthlutanir voru kynntar í Salnum í Kópavogi í gær, fimmtudaginn 8. desember.