- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Viðgerð á kaldavatnslögn á Kársnesbraut er lokið en henni lauk á tíunda tímanum í kvöld.
Verið er að hleypa vatni aftur á kerfið, en íbúar eru beðnir um að gæta að því að loft getur verið í kerfinu og eru þeir hvattir til að hreinsa síur í blöndunartækjum sínum.
Á fimmta tímanum í morgun, miðvikudaginn 14.desember, gaf kaldavatnslögn á Kársnesbraut sig með þeim afleiðingum að vatnslaust varð á Kársnesi og miklar truflanir víða í bænum.
Kársnesbraut milli Hábrautar og Sæbólsbrautar var lokað á meðan viðgerð stóð. Þessi hluti götunnar verður lokaður fram eftir degi á morgun, fimmtudag, vegna frágangs.
Bilun var einangruð upp úr níu en í dag voru truflanir í kerfinu víða um bæ vegna lítils þrýstings á kalda vatninu og tímabundinnar lokunnar á lögnum í tengslum við viðgerðir.
Vatnstjón varð vegna bilunarinnar í húsum við Marbakkabraut. Verið er að rannsaka ástæðu þess að lögnin gaf sig og hvort að tjón sem eigendur urðu fyrir sé bótaskylt úr ábyrgðartryggingu Vatnsveitu Kópavogs, sem annast rekstur og viðhald dreifikerfis neysluvatns í Kópavogi.
VÍS, tryggingarfélag Kópavogsbæjar, hvetur öll sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna tjónið til sín og er upplýsingar um það að finna á vefsíðu VÍS.