Í vor útskrifuðust fjórir starfsmenn leikskólans Grænatúns úr leikskólafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en Kópavogsbær veitir starfsmönnum leikskóla sinna styrki til náms í formi launaðs leyfis vegna mætinga í bók- og verknám í leikskólafræðum.
Hauststarf leikskólanna í Kópavogi er að komast á skrið eftir sumarfrí leikskólanna. Á þessum árstíma er hafin aðlögun yngstu barna í leikskóla bæjarins en hún stendur yfir í nokkrar vikur.