01.09.2022
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar
Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2022 var neikvæð um 1,3 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 830 milljónir króna. Tekjur bæjarins eru um 950 milljónir króna, umfram áætlun, og rekstrargjöld 549 milljónum króna umfram áætlun. Þar vegur þyngst að snjómokstur var rúmum 200 milljónum hærri en áætlað var.