Laugardaginn 17. september verður bæjarbúum og öðrum gestum boðið upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal, í leiðsögn staðkunnugra.
Þátttakendur í Virkni og vellíðan, heilsueflingarverkefni 60 ára og eldri í Kópavogi, taka þátt í rannsókn á hreysti og velsæld sem unnin er í samstarfi við íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Á Degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september nk., verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar, þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skógar- og náttúruupplifunar.
Haustinu verður heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 3. september og mun Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri setja hátíðina. Við sama tilefni verður glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.