- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar. Í Glaðheimum munu rísa tæplega 300 íbúðir í fjölbýli þegar svæðið er fullbyggt. Þetta nýja hverfi rís við hlið gróinna hverfa í Kópavogi, við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis. Það hefur því þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins.
Í næsta nágrenni eru skólar, leikskólar, þróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.
„Það er spennandi að hefja uppbyggingu á nýju hverfi í Kópavogi og ég er þess fullviss að Glaðheimahverfið verður eftirsótt fyrir fjölskyldufólk strax frá fyrsta degi. Það er allt til staðar í þessu nýja hverfi , það er miðsvæðis og öll þjónusta er fyrir hendi. Þá leggjum við ríka áherslu á hönnun og útlit í uppbyggingu hverfisins þannig að útkoman verður glæsilegt hverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Lagt er upp með að þéttleiki byggðar verði mikill í hverfinu og gera bæjaryfirvöld kröfu um að þar muni rísa byggð þar sem vandað er til hönnunar og útlits húsa og lóða. Lögð verður áhersla á almannarými, góðar almenningssamgöngur og góða upplifun íbúa af nærumhverfinu.
Í þessum fyrsta áfanga verður byggingarrétti úthlutað á tíu lóðum. Á þeim munu rísa um 260 íbúðir í 9 fjölbýlishúsum sem verða með á bilinu 11 til 40 íbúðir í hverju húsi. Húsin verða hæst 10 hæðir en að jafnaði 4-6 hæðir og flest með bílakjallara. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í lok júlí á þessu ári og geta framkvæmdir þá hafist. Umsóknarfrestur á byggingarrétti er til 3. mars.