- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, Bjarki Sveinbjörnsson, tók nýlega þátt í ráðstefnu um norræn hljóðfæri í bænum Fagernes í Noregi. Um sjötíu manns frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt. Bjarki hélt fyrirlestur um Tónlistarsafn Íslands og tók hann einnig þátt í pallborðsumræðum.
Bjarki kom kom m.a. inn á þróun tónlistarmála á Íslandi frá miðöldum og fram á nítjándu öld, auk þess að segja frá helstu hljóðfærum sem nefnd eru í gömlum heimildum.
Fjallaði hann sérstaklega um íslenska fiðlu og langspil. Þá tók hann þátt í pallborðsumræðum þar sem rædd var þekking á smíði gamalla hljóðfæra á Norðurlöndum og hvort átaks þyrfti að gera í þeim málum.
Meðal þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu var stórþingsmaðurinn Olemic Thommessen. Var farið þess á leit að Tónlistarsafn Íslands skipulegði næstu ráðstefnu sem haldin yrði í Kópavogi eftir tvö ár.
Bjarki hefur víðtæka þekkingu á íslenskri tónlistarsögu en hann á stóran þátt í því að byggja upp Tónlistarsafn Íslands. Safnið er á Borgarholtinu í Kópavogi og er rekið af Kópavogsbæ í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið.