- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Verkfall starfsfólks Eflingar hófst á hádegi þriðjudaginn 5. maí. Hér má sjá samantekt á áhrifum þess á Kópavogsbæ. Upplýsingar verða uppfærðar.
Menntasvið
Í fjórum skólum er allt ræstingarfólk í Eflingu og húsnæði þeirra lokað fyrir nemendur miðvikudaginn 6. maí ef ekki semst. Þetta eru: Kársnesskóli, Álfhólsskóli, Kópavogsskóli, Salaskóli.
Verkfallið hefur einnig áhrif á starfsemi flestra hinna grunnskóla í Kópavogi, en áhrifin eru mismikil og birtast með misjöfnum hætti.
Upplýsingar um skólasund í þessum skólum gefnar út síðar.
Leikskólar með allt ræstingarstarfsfólk í Eflingu: Furugrund, Fífusalir og Rjúpnahæð og svo Kópasteinn að hluta (tvö ræstingarsvæði og annað þeirra er ræst af verktaka)
Þessir skólar verða opnir þriðjudaginn 5.maí. Nánari upplýsingar verða gefnar út síðar.
Lokanir og aðrar takmarkanir á starfi grunn- og leikskóla verða kynntar foreldrum og forráðamönnum í hverjum og einum skóla.
Stjórnsýslusvið
Menningarhús eru lokuð eins og verið hefur í samkomubanni, Bókasafn Kópavogs tekur við bókum og afhendir bækur hluta úr degi.
Þjónustuver Bæjarskrifstofa er lokað en þjónustu er sinnt, rafrænt og símleiðis. Húsnæði Bæjarskrifstofu að Digranesvegi 1 og Hamraborg 8 er lokað.
Umhverfissvið
Eftirfarandi þjónusta á vegum umhverfissviðs mun skerðast í verkfalli Eflingar:
Til upplýsingar: Eftirfarandi þjónusta mun ekki skerðast þar sem henni er sinnt af verktökum:
Malbiksframkvæmdir, götusópun, veg- og götumerkingar, hirðing heimilissorp og garðaúrgangs, grassláttur
Velferðarsvið
36 félagsmenn Eflingar sem sinna heimaþjónustu fara í ótímabundið verkfall. Sótt verður um undanþágu fyrir einn starfsmann heimaþjónustu sem mun sinna brýnustu þjónustu til skjólstæðinga en almenn aðstoð við þrif og heimilishald fellur niður. Þjónusta í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatla fellur einnig niður.
Sótt verður um undanþágu vegna starfsmanna í sértækri heimaþjónustu, sem sinna nauðsynlegum daglegum stuðningi við einstaklinga í heimahúsum.
Einnig verður sótt um undanþágu fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa í Roðasölum 1, sem er hjúkrunarsambýli og sérhæfð dagþjálfun fyrir aldraða með heilabilun og þá sem starfa í búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í Hörðukór.