Afmælishátíð 15. mars

Bókasafn Kópavogs fagnar stórafmæli 15. mars.
Bókasafn Kópavogs fagnar stórafmæli 15. mars.
Miðvikudaginn 15. mars eru 70 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs. Afmæli Bókasafns Kópavogs verður fagnað með pompi og prakt á sjálfum afmælisdeginum 15. mars og hefst afmælisdagskráin kl. 10 á skemmtilegri sögustund með margverðlaunaða barnabókahöfundinum Arndísi Þórarinsdóttur. Afmælisdagskráin mun einkennast af viðburðum í anda bókasafnsins og geta gestir gætt sér á gómsætri afmælisköku frá kl. 13 í báðum útibúum safnsins. Loka dagskrárliður afmælisdagsins eru svo tónleikar með tónlistarmanninum, Idol-stjörninni og Kópavogsbúanum Kjalari Martinssyni Kollmar.
 
Afmælisdagskrá 15. Mars 2023
 
Kl. 10:00 Sögustund með Arndísi Þórarinsdóttur
Kl. 12:15 Afmælisjóga með Evu Maríu
Kl. 12:45 Stuttmynd um sögu Bókasafns Kópavogs
Kl. 13:00 Saga Bókasafns Kópavogs í 70 ár
Kl. 14:00 Hannyrðaklúbburinn Kaðlín prjónar til góðs
Kl. 16:00 Bókmenntaklúbburinn Hananú les ljóð Jóns úr Vör og Hrafns A. Harðarsonar
Kl. 16:30 Nemendur Lindaskóla lesa ljóð
Kl. 17:00 Kjalar tekur lagið