Bókasafn Kópavogs fagnar stórafmæli 15. mars.
Miðvikudaginn 15. mars eru 70 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs. Afmæli Bókasafns Kópavogs verður fagnað með pompi og prakt á sjálfum afmælisdeginum 15. mars og hefst afmælisdagskráin kl. 10 á skemmtilegri sögustund með margverðlaunaða barnabókahöfundinum Arndísi Þórarinsdóttur. Afmælisdagskráin mun einkennast af viðburðum í anda bókasafnsins og geta gestir gætt sér á gómsætri afmælisköku frá kl. 13 í báðum útibúum safnsins. Loka dagskrárliður afmælisdagsins eru svo tónleikar með tónlistarmanninum, Idol-stjörninni og Kópavogsbúanum Kjalari Martinssyni Kollmar.
Afmælisdagskrá 15. Mars 2023
Kl. 10:00 Sögustund með Arndísi Þórarinsdóttur
Kl. 12:15 Afmælisjóga með Evu Maríu
Kl. 12:45 Stuttmynd um sögu Bókasafns Kópavogs
Kl. 13:00 Saga Bókasafns Kópavogs í 70 ár
Kl. 14:00 Hannyrðaklúbburinn Kaðlín prjónar til góðs
Kl. 16:00 Bókmenntaklúbburinn Hananú les ljóð Jóns úr Vör og Hrafns A. Harðarsonar
Kl. 16:30 Nemendur Lindaskóla lesa ljóð
Kl. 17:00 Kjalar tekur lagið