- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sumarstörfum í Kópavogi verður fjölgað úr 425 í 750 í sumar eða um tæplega 76% miðað við í fyrra. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti fyrr í vor aðgerðir til að bregðast við afleiðingum Covid-19 og er fjölgun sumarstarfa hluti af þeim aðgerðum.
Sumarstarfsmenn í Kópavogi starfa á fjölmörgum stöðum innan sveitarfélagsins og má þar nefna sundlaugar, íþróttafélög, vinnuskóla, þjónustumiðstöð og bæjarskrifstofur.
Allir sem uppfylla skilyrði um ráðningu fá starf hjá Kópavogsbæ. Verður tekið mið að fyrirhuguðum stuðningi Vinnumálastofnunar í skipulagningu sumarstarfa en Vinnumálastofnun stýrir átaki Ríkisstjórnar Íslands um tímabundna fjölgun starfa fyrir námsmenn.
Sumarstörfin í Kópavogi eru sem fyrr fyrir 18 ára og eldri. Sumarstarfsmenn koma flestir til starfa í byrjun júní og verður þeim tryggð vinna í að minnsta kosti sex vikur.