55 ár hjá Kópavogsbæ

Á myndinni eru frá vinstri, Leifur Eiríksson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Kópavogs, Hörður Júlí…
Á myndinni eru frá vinstri, Leifur Eiríksson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Kópavogs, Hörður Júlíusson, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs.

Hörður Júlíusson var heiðraður fyrir störf sín hjá Kópavogsbæ föstudaginn 31.janúar en lét þá af störfum eftir 50 ára starfsferil hjá bænum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri færði honum úr og vinnufélagar hans hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs héldu honum glæsilega veislu. Leifur Eiríksson forstöðumaður sagði nokkur orð og einnig Hörður sjálfur sem var 15 ára þegar hann hóf störf hjá bænum.

 

Hörður hefur fengist við ýmis störf fyrir bæinn í gegnum tíðina og er þekktur fyrir framlag sitt til bæjarvinnunar enda unnið með og stýrt fjölda fólks undanfarna áratugi.

 

Hörður vann við gangstígagerð við við Kópavogskirkju þegar hann byrjaði að vinna hjá bænum sem fastur starfsmaður 1965. Hann var starfsmaður við sorphirðu í nokkur ár með Jóni Gíslasyni, Böðvari Sigurjónssyni, Kristjáni Jónssyni og Guðmundi Baldurssyni. Síðar sá hann um sorphirðu í vesturbæ Kópavogs  sem bílstjóri og flokkstjóri.

 

Hörður vann sem vörubifreiðastjóri  í nokkur ár eftir að sorphirðan færðist yfir á verktaka.

 

Hörður hefur stjórnað fjölda manns við ýmiss verkamannastörf, svo sem snjómokstur, gatna- og gangstéttarviðhald og fleira. Þá sá hann um að taka gróðurafganga og annað rusl frá vinnuhópum Vinnuskóla Kópavogs um árabil. Hafði yfirumsjón með þrif á undirgöngum í bænum um tíma og sá um losanir á ruslakössum víðs vegar um Kópavog.

 

Síðustu ár hefur Hörður unnið við sendiferðir og ýmsar skráningar eftir að Áhaldahús Kópavogs breyttist í Þjónustumiðstöð Kópavogs.