4.700 börn í skólum Kópavogs

Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli

4.700 börn setjast á skólabekk í grunnskólum Kópavogs þegar skólar verða settir í bænum. Það er nær 200  börnum fleiri en voru í grunnskólum Kópavogs í fyrra. Um 540 börn hefja nám í fyrsta bekk sem er fjölmennasti árgangur grunnskóla bæjarins. Flestir skólar bæjarins eru settir  mánudaginn 24. ágúst en Hörðuvallaskóli verður settur þriðjudaginn 25. ágúst.

Hörðuvallaskóli í Kórahverfi er annað árið í röð fjölmennastur skóla bæjarins en þar verða um 770 nemendur í vetur.

Níu almennir grunnskólar eru í Kópavogi; Álfhólsskóli, Hörðuvallaskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Salaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli og Vatnsendaskóli. Allir spanna skólastigið frá 1. til 10. bekk.

Nánari upplýsingar um grunnskóla Kópavogsbæjar er að finna hér.