- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Um 3.000 nemendur úr öllum grunnskólum Kópavogs hafa í vetur komið í skipulagðar þemaheimsóknir í Menningarhús Kópavogs. Nemendurnir hafa meðal annars séð sýninguna um Pétur og úlfinn í Salnum, skoðað tengsl myndlistar og vísinda í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs og komist í snertingu við ævintýraheima í Bókasafni Kópavogs.
Heimsóknirnar eru liður í nýju verkefni bæjarins sem ber heitið Menning fyrir alla. Það er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og stýrt af starfsmönnum Menningarhúsa bæjarins.
Markmiðið er að fræða öll grunnskólabörn í Kópavogi um það starf sem fram fer í Menningarhúsum bæjarins, hvort sem er í listum, bókmenntum eða vísindum.
Nemendurnir sem hafa komið í fræðsluheimsóknir í Menningarhúsin í vetur eru úr 1.2.3.4. og 6. bekk. Elstu bekkirnir fara í heimsókn í tvö Menningarhús í hverri heimsókn en með því er verið að opna augu nemenda fyrir tengslum vísinda og listar.
Arna Schram, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, segir að með verkefninu Menning fyrir alla sé verið að stórefla menningarfræðslu grunnskólabarna í Kópavogi. „Í safnalögum er sérstaklega kveðið á um menntunarhlutverk safna og menningarhúsa og erum við með fræðslustarfinu að rækta það mikilvæga hlutverk okkar. Þegar ný menningarstefna var samþykkt vorið 2015 einsettum við okkur að fá öll skólabörn í Kópavogi í heimsókn til okkar yfir vetrartímann og erum við að ná því markmiði mun fyrr en áætlað var í góðu samstarfi við kennara og stjórnendur grunnskóla Kópavogs. Til að ná þessum árangri skipti líka miklu að við fengum nýtt stöðugildi í fræðslu- og kynningarmálum en með því hefur okkur tekist að ná betur utan um fræðsluhlutverk okkar.“