- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Stofnfundur Markaðsstofu Kópavogs ses. fer fram fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:00 í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2. Markaðsstofa er nýr samstarfsvettvangur bæjarins og atvinnulífsins um ferða- og markaðsmál. Markmiðið er að sameina krafta allra þeirra sem vilja efla atvinnulífið í bænum.
Á fundinum verða kosnir þrír fulltrúar atvinnulífsins í stjórn Markaðsstofu Kópavogs til tveggja ára. Allir fundarmenn hafa kjörgengi og kosningarétt.
Markaðsstofan verður rekin með fjárframlögum frá Kópavogsbæ og þeim fyrirtækjum sem greiða ársgjald til stofnunarinnar. Ráðinn verður framkvæmdastjóri sem mun annast daglegan rekstur og koma fram fyrir hönd stofnunarinnar. Hann mun einnig halda úti sameiginlegum upplýsinga- og kynningarvef á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í bænum.
Fulltrúar fyrirtækja og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að mæta á stofnfundinn.