- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Anton Helgi Jónsson skáld, Ásdís Óladóttir skáld og Bjarni Bjarnason rithöfundur skipa dómnefnd ljóðasamkeppni Ljóðstafs Jóns úr Vör sem efnt er til nú í fimmtánda sinn. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur út 10. desember. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu.
Verðlaunaféð er tvöfaldað frá því í fyrra, þar sem enginn hlaut ljóðstafinn þá og nemur einni milljón króna sem skiptist þannig að 600.000 kr. eru veittar fyrir fyrsta sætið, 300.000 kr. fyrir annað sæti og 100.000 kr. fyrir þriðja sætið.
Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt á afmælisdegi Jóns úr Vör 21. janúar 2016. Jón úr Vör bjó nánast allan sinn starfsaldur í Kópavogi en tilgangur keppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.
Ljóðum skal skilað með dulnefni. Nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins skal fylgja með í lokuðu umslagi, sem auðkennt er með sama dulnefni. Ljóðin mega ekki hafa birst áður. Einungis má senda eitt ljóð í samkeppnina.
Utanáskrift er: Ljóðstafur Jóns úr Vör, Fannborg 2, 200 Kópavogur.