- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Röð útskriftarviðburða tónlistardeildar Listaháskóla Íslands hefst 26. apríl með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Flestir útskriftartónleikanna fara fram í Salnum í apríl og maí samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember síðastliðnum. Tónleikar útskriftarnemanna eru af ýmsum toga.
Á tónleikunum verða meðal annars flutt mörg ný verk eftir tónsmíðanemendur auk þess sem fram koma tveir einsöngvarar, einleikarar á klarinett, túbu og þverflautu. Þá útskrifast tveir nemendur með diploma í fiðlu- og harmonikkuleik og fjórir nemendur ljúka meistaragráðu í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi.
Samkomulagið sem gert var milli lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, Salarins og Listaháskóla Íslands nær til þriggja ára. Þar með verður eins konar uppskeruhátíð LHÍ í tónlist, myndlist og hönnun á menningartorfu Kópavogsbæjar á vorin því útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun verða haldnar í Gerðarsafni. Þess má geta að fyrsta útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun var opnuð 12. apríl síðastliðinn og stendur til 11. maí í Gerðarsafni.