- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sópun gatna og stíga í Kópavogi er hafin. Byrjað er á umhverfi menningarhúsa við Hamraborg og Hamraborgarsvæði, svæðinu í kringum sundlaugar bæjarins og hjólastígum. Stefnt er að því að þessum áfanga ljúki í þessari viku.
Þá er farið jafnt og þétt yfir allar helstu leiðir á götum og stígum, tengibrautir, safngötur og stíga sem eru í forgangi. Hjólastígar og stígar í forgangi eru þeir sömu og eru í forgangi í snjómokstri. Stefnt er að því að þessum áfanga verði lokið fyrir 1. maí.
Grunnskólalóðir eru hreinsaðar í dymbilviku þegar skólar eru lokaðir.
Húsagötur og stígar sem eru ekki í forgangi verða hreinsaðar fyrir 1. júní. Unnið er að sópun alla daga sem veður leyfir.