- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Að rækta grænmetisgarð er bæði þroskandi og skemmtilegt fyrir börn og fullorðna en Kópavogsbær býður uppá frábæra aðstöðu til slíkrar iðkunar á hverju sumri.
Bærinn skaffar: plöntur, útsæði, verkfæri og leiðbeiningar um umhirðu og ræktun grænmetisgarða. Getur starfsemi skólagarðanna þannig jafnframt nýst foreldrum barna sem áhuga hafa á matjurtarækt, að stíga fyrstu skrefin.
Við hjá skólagörðunum hvetjum því alla foreldra sem áhuga hafa á að kynna börn sín fyrir matjurtaræktun að sækja um sem fyrst. Skráning fer fram á heimasíðu Kópavogsbæjar í gegnum frístundagáttina sem hægt er að nálgast á ýmsa vegu frá forsíðu. Á forsíðunni ef skrollað er niður má finna „Sumar í Kópavogi“ en einnig er hægt að finna skólagarðalinkinn undir „Íbúar“ efst á forsíðu Kópavogsbæjar. Eins er hægt að mæta beint í garðinn næst heimili/skóla barnsins og skrá barnið þar en garðarnir eru við, Dalveg, Víðgrund og Arnarnesveg. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið skolagardar(hjá)kopavogur.is.