Nýtt gervigras vígt í Fífunni

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, formaður íþróttaráðs og Borghildur Sigurða…
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, formaður íþróttaráðs og Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Nýtt gervigras á knattspyrnuvellinum í Fífunni í Kópavogi var formlega vígt í gær. Þá fór fram leikur Breiðabliks og HK í þriðja flokki karla í knattspyrnu. Í upphafi leiks tóku fyrstu spyrnuna þau Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, formaður íþróttaráðs og Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Með þessu er verið að skipta út eldra gervigrasi sem lagt var árið 2002 þegar Fífan var opnuð. Nýja gervigrasið er hið besta sem völ er á og uppfyllir allar gæðakröfur. 
 
Framkvæmdir hafa staðið yfir frá miðju sumri en tækifærið var einnig nýtt til að færa hlaupabrautir, frá vesturenda til austurs.
 
Fífan er eins og margir vita fjölnota íþróttahöll, þar sem hægt er að leggja stund á knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Þar eru einnig haldnar sýningar og skemmtanir af ýmsum toga. 
 
Þess má geta að Blikar unnu 3:2.